50 ára afmæli Ölduselsskóla fagnað með veglegri hátíð

Afmæli

Síðastliðinn fimmtudag var 50 ára afmæli Ölduselsskóla haldið hátíðlega. Fjölmennt var á svæðinu og er áætlað að um 500 gestir hafi mætt til að fagna áfanganum með okkur.

Erla Erlendsdóttir skólastjóri setti hátíðina með ávarpi og afmælissöng og Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts spilaði nokkur skemmtileg lög fyrir gesti. Boðið var upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa þar á meðal hoppukastala, klifurvegg, candyfloss og popp, kajaka og veltibíl. Matarvagnar frá Reykjavík Streetfood seldu veitingar sem fjöldi nýtti sér í góða veðrinu. 

Hátíðin tókst vel og nemendur, starfsfólk og velunnarar skólans voru ánægðir með daginn. Við þökkum öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar og gerðu daginn eftirminnilegan.