Vaskir nemendur í vorgír

Vaskir nemendur í öðrum bekk nýttu sólina og góða veðrið í vikunni og tíndu upp rusl í kringum leiksvæðið sitt. Þau fengu um leið fræðslu um það hvað væri óhætt að tína upp og hvað væri best að biðja kennarann um að tína upp eins og t.d. glerbrot ef þau yrðu á þeirra vegi.
Þau stóðu sig afar vel og unnu saman í litlum hópum og náðu góðri samvinnu. Eftir tiltektina náðu þau að bregða á leik með bolta og krítar á lofti.
Það má með sanni segjast að eftirvænting eftir vorinu sé orðin mikil og að hinum langþráðu peysudögum fjölgi.