Íslenskuverðlaun unga fólksins 2025

Þann 17. nóvember voru Íslenskuverðlaun unga fólksins afhent við hátíðalega athöfn í Hörpu. Þrír flottir nemendur Ölduselsskóla fengu verðlaun að þessu sinni.

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2025

Þann 17. Nóvember  veitti bókmenntaborgin Reykjavík íslenskuverðlaun unga fólksins. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hörpu þar sem Vigdís Finnbogadóttir heiðraði samkomuna með nærveru sinni. Íslenskuverðlaunin er veitt nemendum í grunnskólunum í Reykjavík sem hafa skarað framúr í íslensku, í heimalestri og notkun tungumálsins bæði í tali og rituðu máli.

Í hópi verðlaunahafa átti Ölduselsskóli þrjá frábæra fulltrúa, þær Lönu Glódísi Traustadóttur, 4. Bekk, Lauru Kaczmarek, 6. Bekk og Römu Abou Fayad Douara, 10. Bekk. Við óskum þeim til hamingju.