Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

Skólinn er opinn frá kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga nema föstudaga til kl. 15:00.

Skrifstofa

Skrifstofan er opin frá kl. 8:00 - 15:00. 
Sími skólans er: 411-7470
Síminn er lokaður í hádeginu á milli kl. 12:00 og 12:30
Netfang skólans er: olduselsskoli@rvkskolar.is 
Heimasíða skólans er: https://olduselsskoli.is/

Nesti

Boðið er uppá ávexti í nestistímum.

Íþróttir

Mikið er lagt upp úr hreyfingu og heilbrigðum lífsháttum í skólanum. Íþróttum er skipt niður í þrennt þ.e. inniíþróttir, útileiki/íþróttir og sund. Nemendur í unglingadeild sækja íþróttir og sund auk þess sem fjöldi valgreina er í boði þar sem hugað er sérstaklega að þessum þáttum.

Símanotkun

Ölduselsskóli er símalaus skóli. Nemendur nota ekki síma á skólatíma nema með sérstöku leyfi kennara. Með því eru nemendur lausir við áreitið af snjallsímum og verða þeir því ekki til þess að nemendur missi einbeitingu í gríð og erg af þeim sökum.

Forfallatilkynningar

Forfallatilkynningar (veikindi,leyfi): Æskilegast að gera inn í Mentor og https://olduselsskoli.is/skolinn/hafa-samband/
eða með því að hringja í síma 411-7470